Nýverið var undirritaður samningur á milli Seltjarnarnesbæjar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um endurborun SN-04 vinnsluborholu Hitaveitu Seltjarnarness. Um er að ræða afar umfangsmikið og flókið verkefni þar sem borinn Sleipnir er notaður til að bora niður á 2200 m dýpi eftir heitu vatni. Vonast er til að hún gefi a.m.k. 35 L7s af um eða yfir 115° heitu vatni og muni þannig tryggja Seltirningum nægt heitt vatn næstu árin.
Á myndinni má sjá þegar Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Á. Böðvarsson framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fögnuðu undirrituninni eins og nútímakröfur er varða sóttvarnir segja til um.
Á myndinni má einnig sjá fv. Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar og Pétur Guðna Vilbergsson frá Strendingi ehf. en hann hefur daglega umsjón með framkvæmdinni.