Fara í efni

Covid smit í skólasamfélaginu og verklagsreglum fylgt 

Hafi barn verið útsett fyrir smiti fá foreldrar sms og tölvupóst frá smitrakningarteyminu auk þess sem skólinn sendir út tölvupóst þurfi heill bekkur að fara í sóttkví, til foreldra þeirra nemenda er málið varðar.

Því miður hafa nokkur smit greinst innan Grunnskóla Seltjarnarness undanfarna daga. Vegna þessa hefur hópur barna þurft að fara í sóttkví, mislanga eftir atvikum. Börnum og aðstandendum í einangrun og sóttkví eru sendar bata- og baráttukveðjur.

Í ljósi þessa er gott að minna á að skýrum verklagsreglum er fylgt innan skólans þegar að upplýsingar berast um smit . Þær eru samræmdar af Almannavarnarnefnd og fræðsluyfirvöldum höfuðborgarsvæðisins.

Unnið er náið með smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og eru foreldrar þeirra barna sem þurfa að fara í sóttkví upplýstir eins fljótt og kostur er hafi börnin verið útsett fyrir smiti, hvort sem er innan bekkjarins eða í lotuhópum. Foreldrar fá bæði sms frá smitrakningateyminu og tölvupóst frá skólanum. Sama á við um kennara og aðra starfsmenn skólans sem kunna að hafa verið útsett en þeir fara þá ýmist í sóttkví eða smitgát. Það getur verið tímafrekt að ná utan um smitrakninguna í hverju tilviki fyrir sig en ferlinu hraðað eins og hægt er til að lágmarka áframhaldandi smithættu.

Allar nánari upplýsingar um sóttkví barna er að finna á www.covid.is

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?