Víðtækar verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur halda áfram og á Seltjarnarnesi er stór hluti félagsfólks í Sameyki stéttarfélagi kominn í verkfall frá og með mánudeginum 5. júní.
Á heimasíðunni má nálgast upplýsingar um þjónustu bæjarins sem og tengiliðaupplýsingar starfsmanna: Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar og undir opnunar- og símatímar Seltjarnarnesbæjar
Helstu áhrif verkfalls frá 5. júní eru sem hér segir:
Bæjarskrifstofa: Þjónustuver og innheimta Seltjarnarnesbæjar er m.a. lokað vegna verkfalls starfsmanna frá 5. júní - 5. júlí semjist ekki á tímabilinu. Bæjarskrifstofan er opin með því starfsfólki sem ekki er í verkfalli. Netföng og í sumum tilvikum bein símanúmer má finna undir starfsfólk bæjarskrifstofu á heimasíðunni.
Leikskólar: Boðað verkfall gildir frá 5. júní - 5. júlí semjist ekki á tímabilinu. Áhrif verkfallsins geta verið misjöfn frá degi til dags og fá foreldrar upplýsingar í tölvupósti beint frá deildarstjórum um það hvernig starfsemi viðkomandi deildar gengur fyrir sig á meðan verkfalli stendur.
Þjónustumiðstöð/áhaldahús: Hluti starfsmanna þjónustumiðstöðvar og áhaldahúss Seltjarnarnesbæjar eru í verkfalli frá 5. júní - 17. júní semjist ekki á tímabilinu og því er um skerta starfsemi að ræða. Neyðarnúmer Veitna sem og netfang byggingafulltrúa má nálgast á heimasíðunni m.a. undir opnunar- og símatímar og starfsfólk Þjónustumiðstöðvar.
Athugið að senda má inn ábendingar í gegnum ábendingagáttina á forsíðu heimasíðunnar en verkfall hefur þó áhrif á svörun og vinnslu ábendinga.