Fara í efni

Laus störf á Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness

Óskað er eftir að ráða í 50-100% störf leikskólakennara / þroskaþjálfa / leikskólaliða á leikskólanum. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk.
Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness - Gamli Mýrarhúsaskóli
Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness - Gamli Mýrarhúsaskóli

Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness - Kríuból óskar eftir að ráða leikskólakennara/þroskaþjálfa/leikskólaliða í 50-100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennara- eða þroskaþjálfamenntun
  • Starfsleyfi sem leikskólakennari, þroskaþjálfi eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í leikskóla er æskileg

Helstu verkefni og ábyrgð;

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barna sem yfirmaður felur honum
  • Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hver og eins svo þau fái notið sín sem einstaklingar
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar
  • Vinnur náið í samstarfi við foreldra / forráðamenn barnanna
  • Starfa samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er eiga við og aðalnámskrá leikskóla

Fríðindi í starfi

  • Sundkort
  • Bókasafnskort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 36 stunda vinnuvika
  • Afsláttur af leikskólagjöldum á Seltjarnarnesi

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.

Nánari upplýsingar veitir Selma Birna Úlfarsdóttir leikskólastjóri  og í síma 5959270
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 12. júní 2023.

Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness
Ungbarnaleikskólinn er sjálfstæð fag- og rekstrareining á vegum Seltjarnarnesbæjar og er staðsettur í Gamla Mýrarhúsaskóla við Nesveg. Hann var stofnaður í júlí 2021 og tók til starfa 1. október sama ár. Leikskólinn heyrir undir skólanefnd bæjarins og er sviðsstjóri fjölskyldusviðs yfirmaður leikskólamála. Í leikskólanum eru nemendur á öðru aldursári til tveggja ára.

Í ungbarnaleikskólanum er lögð áhersla á máltöku og málrækt ungbarna, hreyfingu og útivist. Leikskólinn á í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarnes og íþróttafélagið Gróttu.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?