Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið laugardaginn 19. ágúst og eru bæjarbúar hvattir til þess að fara út á gangstétt og taka vel á móti hlaupurunum sem að vanda hlaupa í kringum Seltjarnarnesið. Endilega að hvetja þá áfram eins og enginn sé morgundagurinn og sýna stemninguna hér á Nesinu góða.
Þessi stóri viðburður hefur það í för mér sér að tafir verða á umferð en eldsnemma í fyrramálið verður búið að loka fyrir umferð á þann hátt að einungis verður um einstefnuakstur að ræða frá kl. 8.00 - 12.00 (uþb). Akstursleiðin verður sú sama og strætó fer þ.e. Nesvegur - Suðurströnd - Lindarbraut - Norðurströnd og biðjum við íbúa að hafa það í huga. Ennfremur munu götur lokast alveg í stutta stund vegna fjölda þegar að flestir hlauparar fara í gegn.
Ökumenn eru hvattir til að sýna hlaupururnum fulla tillitsemi sem og að sýna fyrirhyggju þurfi einhver að komast leiðar sinnar á þeim tíma sem hlaupið stendur yfir.