Fara í efni

Uppskerukvöld skapandi sumarstarfa á Seltjarnarnesi

Miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20:00 í Mýrarhúsaskóla ætla ungmenni sem unnið hafa að skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ að bjóða bæjarbúum að sjá afraksturinn af þeirri vinnu.

Ungmenni sem unnið hafa að listsköpun sinni í sumar í tengslum við skapandi sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ bjóða bæjarbúum á sýningu í Mýrarhúsaskóla kl. 20 miðvikudaginn 16. ágúst. 

Sýnd verða þrjú verkefni:

  • „Bróðir." - Leiklestur
    Eftir Krumma Kaldal
  • „Krautz in Seltjarnarnes" - 1. þáttur
    Eftir Árna Þór, Killian G. E. Briansson, Jón Ólafur Hannesson
  • „Elsku vinur" - Leiklestur
    Eftir Körlu Kristjánsdóttur
Kræsingar og Töst í boði og að sjálfsögðu ókeypis inn á hátíðina.
 
Hlökkum til að sjá sem flesta!
 
Slóð inn á FB viðburð sýningarinnar: https://fb.me/e/1otBYBu0I

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?