23.12.2024
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
23.12.2024
Gámar fyrir pappa á Hagkaupsplaninu sem og Orkan með fyrir pappa og plast á Orkuplaninu, Austurströnd
Settir hafa verið upp gámar á Orkuplaninu við Austurströnd fyrir íbúa að losa umfram magn af pappa og plasti sem safnast upp við heimilin yfir hátíðirnar. Enn fremur er kominn gámur fyrir pappa við grenndarstöðina á Hagkaupsplaninu og svo er auðvitað minnt á Sorpu við Ánanaust.
23.12.2024
Guðmundur Ari Sigurjónsson kvaddur
Guðmundur Ari bæjarfulltrúi sat sinn síðasta fund fyrir Seltjarnarnesbæ þann 19. desember sl. þegar að bæjarráð kom saman. Honum var þakkað fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins undanfarin 10 ár og óskað alls hins besta og velfarnaðar á nýjum vettvangi, Alþingi Íslendinga.
23.12.2024
Samkomulag um samgöngumál í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirrituðu nýverið samkomulag um samgöngur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.
23.12.2024
Viðsnúningur í rekstri - samþykkt fjárhagsáætlun 2025
Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við síðari umræðu miðvikudaginn 11. desember 2024. Þriggja ára áætlun 2026-2028 var einnig samþykkt.
20.12.2024
Kristín kvödd
Kristín Hannesdóttir, forstöðukona félagsstarfs eldra fólks á Seltjarnarnesi, var kvödd að viðstöddu fjölmenni á jólagleði félagsstarfsins í vikunni og fékk á sama tíma 15 ára starfsaldursviðurkenningu.
16.12.2024
Sorphirðudagatal fyrir desember 2024
Hér má sjá nýtt sorphirðudagatal fyrir desember en tíðni losunar hjá Terra hefur verið aukin.
12.12.2024
Nýr forstöðumaður félagsstarfs eldra fólks
Guðrún Björg Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og tekur við af Kristínu Hannesdóttur sem lætur af störfum um áramót.
11.12.2024
Fyrri hluta á útskiptum götuljósa lokið hratt og örugglega
Sýnileg áhrif lýsingar og velheppnuð vinna við útskipti á gömlu götuljósunum á Seltjarnarnesi fyrir nýja lampa með led-lýsingu. Áhrifarík drónamyndbönd í fréttinni sýna fyrir og eftir lýsingu.
06.12.2024
Neyðarlokun austan Skerjabrautar vegna bilunar í veitukerfi
Vegna skyndilegar bilunar í heitavatnslögn í Tjarnarbóli er lokað fyrir heitt vatn hjá íbúum eftirfarandi gatna: Tjarnarból, Tjarnarstígur, Lambastaðabraut, Skerjabraut og Nesvegur. Unnið er að viðgerð og tilkynnt verður þegar heitt vatn kemst aftur á.
06.12.2024
Bæjarstjórnarfundur 11. desember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 997. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 11. desember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
05.12.2024
Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér
Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar á Seltjarnarnesi. Íbúum er frjálst að sækja sér salt til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við Þjónustumiðstöðina er einnig hægt að ná sér í sand.