
23.08.2024
Tafir á umferð - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024
Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.

21.08.2024
Fjölskyldudagur í Gróttu sunnudag 25. ágúst kl. 15-17
Fjölbreytt dagskrá m.a. opið í vitann, klifurmeistarar með Spiderman, lífríkið við Gróttu rannsakað, Vöfflukaffi og pylsur, ljúfir hamonikkutónar, húllafjör, hönnunarsýning o.fl.

21.08.2024
Starfsfólk í Skjólið Frístund óskast - hlutastörf
Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00-16:30). Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.

21.08.2024
Laust starf stuðningsfulltrúa í Skjólið - Frístundamiðstöð
Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir stuðningsfulltrúa, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum frá kl. 13:00-16:30. Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst nk.

21.08.2024
Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála
Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.

16.08.2024
Bæjarstjórnarfundur 21. ágúst 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 990. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 21. ágúst 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

13.08.2024
Laus störf á Leikskóla Seltjarnarness
Óskum eftir starfsfólki, 18 ára og eldri í fullt starf á leikskólana okkar. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst nk. Nánari upplýsingar og skil umsókna er á ráðingarvef Seltjarnarnesbæjar.

19.07.2024
Óskum tilboða í vinnu við útskiptingu lampa fyrir gatna- og stígalýsingu.
Útboðið varðar vinnu við útskiptingu 724 lampa í gatna- og stígalýsingarkerfi í eigu Seltjarnarnesbæjar. Skilafrestur tilboða er til kl. 10:00 fimmtudaginn 15. ágúst 2024.

16.07.2024
Lokun út í Gróttu er til 31. júlí nk. vegna fuglavarpsins
Vakin er athygli á því að lokun út í Gróttu stendur til 31. júlí nk. vegna fuglavarpsins en er það m.a. gert að höfðu samráði Umhverfisstofnunar við fuglafræðing um stöðu varpsins. Óheimilt er að fara út í Gróttu á meðan að lokun friðlandsins stendur yfir.

16.07.2024
Nemendur Jarðhitaskólans heimsækja Hitaveitu Seltjarnarness
Hópurinn sem kom víða að úr heiminum skoðaði ásamt kennara sínum borholuna SN-12, dælustöðina á Lindabraut og skellti sér í fótabað í Bollasteini í einstöku veðri.

11.07.2024
Tvær akreinar Geirsgötu loka í austurátt vegna framkvæmda
Til upplýsinga frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmda við Geirsgötu á næstunni verður tveimur akreinum í austurátt lokað fyrir umferð og beint um Hringbraut í staðinn. Opið verður til vesturs (út á Nes). Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.