Mánudaginn 15. júlí komu nemendur Jarðhitaskólans ásamt kennara sínum, Lýði Skúlasyni í heimsókn í hitaveitu Seltjarnarnesbæjar.
Jarðhitaskólinn starfar undir merkjum UNESCO, Geothermal Training program under the auspices of UNESCO https://www.grocentre.is/gtp
Þeir nemendur sem heimsóttu Hitaveitu Seltjarnarness eru að læra um nýtingu jarðhita og tengdist heimsóknin námsfagi sem sneri að djúpdælum og dreifikerfi hitaveitu.
Arnar Óli veitustjóri Seltjarnarnesbæjar tók á móti Lýði og nemendunum sem koma víða að eða frá Mongólíu, Filipseyju, Kenya og Tansaníu. Þau voru alsæl með heimsóknina en þau fengu að sjá Borholuna SN-12, Dælustöðina á Lindarbraut og fóru svo í lokin í fótabað í Bollasteini sem vakti mikla lukku.
Að sögn Arnars Óla er ánægjulegt að geta tekið þátt í þróunaraðstoð af þessum toga með því að kynna okkar einstöku hitaveitu hér á Seltjarnarnesi.