Fara í efni

Nemendur Jarðhitaskólans heimsækja Hitaveitu Seltjarnarness

Hópurinn sem kom víða að úr heiminum skoðaði ásamt kennara sínum borholuna SN-12, dælustöðina á Lindabraut og skellti sér í fótabað í Bollasteini í einstöku veðri.
Nemendur Jarðhitaskólans koma víða að m.a. frá Mongólíu, Filipseyju, Kenya og Tansaníu.
Nemendur Jarðhitaskólans koma víða að m.a. frá Mongólíu, Filipseyju, Kenya og Tansaníu.

Mánudaginn 15. júlí komu nemendur Jarðhitaskólans ásamt kennara sínum, Lýði Skúlasyni í heimsókn í hitaveitu Seltjarnarnesbæjar.

Jarðhitaskólinn starfar undir merkjum UNESCO, Geothermal Training program under the auspices of UNESCO https://www.grocentre.is/gtp

Þeir nemendur sem heimsóttu Hitaveitu Seltjarnarness eru að læra um nýtingu jarðhita og tengdist heimsóknin námsfagi sem sneri að djúpdælum og dreifikerfi hitaveitu. 

Arnar Óli veitustjóri Seltjarnarnesbæjar tók á móti Lýði og nemendunum sem koma víða að eða frá Mongólíu, Filipseyju, Kenya og Tansaníu. Þau voru alsæl með heimsóknina en þau fengu að sjá Borholuna SN-12, Dælustöðina á Lindarbraut og fóru svo í lokin í fótabað í Bollasteini sem vakti mikla lukku. 

Að sögn Arnars Óla er ánægjulegt að geta tekið þátt í þróunaraðstoð af þessum toga með því að kynna okkar einstöku hitaveitu hér á Seltjarnarnesi.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?