Fara í efni

Laus störf á Leikskóla Seltjarnarness

Óskum eftir starfsfólki, 18 ára og eldri í fullt starf á leikskólana okkar. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst nk. Nánari upplýsingar og skil umsókna er á ráðingarvef Seltjarnarnesbæjar.

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf

Við þurfum á góðu fólki að halda, að lágmarki 18 ára til að koma til liðs við okkar frábæra hóp! Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum, styttingu vinnuvikunnar og tilboði um námssamninga. Í leikskólanum er lögð sérstök áhersla á tónlist og umhverfismennt.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskóla og/eða framhaldsskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi í leikskóla æskileg er kostur
  • Góð íslenskukunnátta og -skilningur er áskilin

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.

Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar 

Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 30. ágúst 2024.

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 220 börnum. Í skólanum eru 12 deildir á þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við Suðurströnd og Stjörnubrekku á Skólabraut 1. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?