Fyrsta áfanga í endurbótum á skólalóðinni lokið en búið er að bæta við mörkum á sparkvöllinn og setja upp þrjú trampólin með öruggu undirlagi.
Það er gaman að sjá hvað allt iðar af lífi á skólalóð Mýrarhúsaskóla sem nýverið hefur fengið góða yfirhalningu. Sigríður Einarsdóttir náði skemmtilegu myndbandi sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta. Á myndbandinu sem tekið er ofan frá má sjá fyrsta áfanga í endurnýjun skólalóðarinnar. Í þessari lotu sem starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar byrjuðu á í haust og kláruðu í góðviðriskaflanum að undanförnu voru sett tvö ný mörk inn á sparkvöllinn og þrjú trampólín umkringd gúmmímottum og gervigrasi. Nú er hafin vinna við girða í kringum skólalóðina sem gert er að ósk og í samráði við foreldrafélag skólans. Í framhaldi af má svo gera ráð fyrir áframhaldandi spennandi endurbótum inni á skólalóðinni.