Ungmennum 14-17 ára (árg 2008-2011) stendur til boða starf í Vinnuskólanum sumarið 2025. Fyrirkomulagið og vinnutímabil er mismunandi eftir aldri.
Vinnuskólinn sumarið 2025 er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk og 17 ára (árg. 2008-2011).
Margvísleg verkefni vinnuskólans snúa mest að fegrun og hreinsun umhverfisins á Seltjarnarnesi samanber hreinsun og umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inni á stofnunum bæjarins. Fyrirkomulag á vinnutímabili fer eftir aldri og er sem hér segir:
- Ungmenni fædd 2008 og 2009 fá starf allan daginn, fjóra daga vikunnar í 6 vikur frá 10. júní - 17. júlí 2025.
- Ungmenni fædd 2010 og 2011 fá starf hálfan daginn, fjóra daga vikunnar í 3 vikur og geta valið á milli 2ja vinnutímabila. Fyrra tímabilið er frá 10. júní - 3. júlí og það síðara er frá 7. júlí - 29. júlí. Verði umsóknarfjöldi ójafn eftir tímabilum verður jafnað í hópunum og þeir sem fyrst sækja um njóta forgangs.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni:
Umsóknum er skilað inn í gegnum Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar og er umsóknarfrestur til og með 23. apríl 2025.
Vakin er athygli á því að Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun nikótíns óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.