Í dag verður byrjað að skipta út gömlu kvikasilfursgötulömpum á Seltjarnarnesi fyrir lampa með led-lýsingu. Byrjað verður á götuljósum í nágrenni við skólana og í framhaldi skipt út við göngustíga sem er um helmingur allra götu-/stígaljósa í bænum. Stefnt er að því að klára svo útskiptin í heild sinni á næsta ári.
Led ljósin hafa marga kosti umfram gömlu ljósin, þau eyða minni orku, auðveldara er að stjórna hvert ljósið fer og þau endast betur og eru ódýrari í rekstri.
Fólk er beðið um að sýna verktökum sem verða á ferðinni með körfubíla tillitssemi.