Fara í efni

Valhúsaskóli fagnar 50 ára afmæli 1974 - 2024

Það var heldur betur skemmtileg 50 ára afmælishátíð í Valhúsaskóla í morgun þegar að nemendur, kennarar, foreldrar og fjölmargir bæjarbúar fögnuðu saman tímamótunum.

Valhúsaskóli 1974 - 2024

Það var heldur betur haldin skemmtileg 50 ára afmælishátíð í Valhúsaskóla í morgun, föstudaginn 29. nóvember þegar að nemendur, kennarar, foreldrar og fjölmargir bæjarbúar fögnuðu saman tímamótunum. Skólinn var skreyttur hátt og lágt auk þess sem sögunnar var minnst með ýmsum hætti. Þór bæjarstjóri hélt stutta ræðu í tilefni dagsins og upplýsti um gjöf frá Seltjarnarnesbæ til skólans en hún felst í því að nemendur fá að velja skemmtilega afþreyingu til að njóta í frímínútum þegar að símafriðurinn tekur gildi eftir áramótin. Nemendur tónlistarskólans léku nokkur lög og að sjálfsögðu var boðið upp á afmælisköku eins og öllum stórafmælum sæmir. Alveg frábær afmælishátíð og til hamingju Valhúsaskóli með 50 árin.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?