Fara í efni

Forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa - laust starf

Seltjarnarnesbær auglýsir eftir forstöðumanni félagsstarf eldri bæjarbúa í 60% starf. Umsóknarfrestur er til 21. október nk.

Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar leitar að öflugum og skapandi starfskrafti í 60% starf forstöðumanns félagsstarfs eldri bæjarbúa.

Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun eldra fólks með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fræðslu, hreyfingu og námskeið. Félagsstarfið fer fram í þjónustukjarnanum að Skólabraut 3-5 og víðar á Seltjarnarnesi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Skipulagning og eftirfylgni við félagsstarf eldri bæjarbúa
  • Stjórnun og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi félagsstarfsins
  • Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir starfsemina

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun í tómstundafræðum eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af störfum með eldra fólki
  • Samskiptahæfileikar og skipulagsfærni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Ráðið verður í starfið f.o.m. 1. desember 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, baldur@seltjarnarnes.is

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.  Nánari upplýsingar um starfið og skil umsóknar má finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2024.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?