Fara í efni

Verkfall hefur mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness

Boðað verkfall félagsmanna í KÍ í Leikskóla Seltjarnarness hefst þriðjudaginn 29. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun það hafa mjög mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness, þar sem mikill fjöldi starfsfólks er í félaginu. Aðeins verður unnt að halda úti starfsemi að hluta til á einni deild, komi til verkfalls. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum um hvort komi til verkfalls og á meðan það stendur, ef til kemur. Komi til verkfalls mun Seltjarnarnesbær ekki innheimta gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki notið þjónustu. Vonandi ná samningsaðilar samkomulagi þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu við Leikskóla Seltjarnarness.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?