Dagana 27.-29. ágúst nk. (þri-fim) verða nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á Suðurströndinni þegar að gatan verður malbikuð frá sundlauginni og að Nesbalanum. Á þriðjudagsmorgun, 27. ágúst hefst fræsing götunnar og verður byrjað Lindarbrautarmegin. Óhjákvæmilega mun þetta trufla umferð, götunni verður lokað tímabundið eftir þörfum og umferð beint annað. Í Strætó-appinu er hægt að fylgjast með ferðum og hjáleið strætisvagna (11). Gott fyrir íbúa í nágrenni Suðurstrandarinnar að hafa í huga að leggja jafnvel annars staðar þurfi þeir að komast greiðlega til og frá heimili sínu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.