Þriðjudaginn 27. ágúst hefst fræsing á Suðurströndinni en malbika á götuna frá Nesvegi og vestur fyrir Nesbala. Gert er ráð fyrir tímabundnum lokunum og settar upp hjáleiðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fimmtudaginn 29. ágúst. Sjá nánar hér í tilkynningunni.
VIÐHALDSFRAMKVÆMDIR Á SUÐURSTRÖND HEFJAST
Minnt er á að lokanir vegna fræsingar og malbikunar á Suðurströnd hefjast á morgun þriðjudaginn 27. ágúst og gert er ráð fyrir að þeim ljúki fimmtudaginn 29. ágúst. Um er að ræða nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á Suðurströndinni þegar að gatan verður mest öll malbikuð frá Nesvegi og vestur fyrir Nesbala.
Framkvæmdirnar munu óhjákvæmilega hafa áhrif á umferð og gert er ráð fyrir tímabundnum lokunum á framkvæmdatímanum. Reynt verður að tryggja umferðarflæði eins og hægt er sbr.:
Aðkomu að leikskóla verður haldið opinni á vinnutíma allan framkvæmdatímann.
Aðkoma að sundlaug og íþróttamannvirkjum verður um Kirkjubraut og Skólabraut.
Aðkoma að golfvellinum verður um Norðurströnd og Lindarbraut og er stefnt að því að halda henni opinni allan framkvæmdatímann ef þess er nokkur kostur.
Reynt verður að halda strætisvagnaleiðum opnum eins og hægt er en búast má við að einstakar stoppistöðvar falli út. Strætó mun keyra fram og til baka eftir Norðurströnd og Lindarbraut mestan hluta verktímans. Nánari upplýsingar um það í appi og á vefsíðu strætó www.straeto.is
Íbúum er ráðlagt að leggja utan framkvæmdasvæðisins þar sem ekki er hægt að tryggja aðkomu að öllum húsum á meðan á framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að virða merkingar, sýna þolinmæði og nýta hjáleiðir á meðan á lokunum stendur.
Leitast verður við að birta uppfærðar upplýsingar hér, eftir því sem verkinu miðar áfram.
Seltjarnarnesbær