Þriðjudaginn 27. ágúst hefst fræsing á Suðurströndinni en malbika á götuna frá Nesvegi og vestur fyrir Nesbala. Gert er ráð fyrir tímabundnum lokunum og settar upp hjáleiðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fimmtudaginn 29. ágúst. Sjá nánar hér í tilkynningunni.
VIÐHALDSFRAMKVÆMDIR Á SUÐURSTRÖND HEFJAST
Minnt er á að lokanir vegna fræsingar og malbikunar á Suðurströnd hefjast á morgun þriðjudaginn 27. ágúst og gert er ráð fyrir að þeim ljúki fimmtudaginn 29. ágúst. Um er að ræða nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á Suðurströndinni þegar að gatan verður mest öll malbikuð frá Nesvegi og vestur fyrir Nesbala.
Framkvæmdirnar munu óhjákvæmilega hafa áhrif á umferð og gert er ráð fyrir tímabundnum lokunum á framkvæmdatímanum. Reynt verður að tryggja umferðarflæði eins og hægt er sbr.:




Íbúum er ráðlagt að leggja utan framkvæmdasvæðisins þar sem ekki er hægt að tryggja aðkomu að öllum húsum á meðan á framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að virða merkingar, sýna þolinmæði og nýta hjáleiðir á meðan á lokunum stendur.
Leitast verður við að birta uppfærðar upplýsingar hér, eftir því sem verkinu miðar áfram.
Seltjarnarnesbær