Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gönguskíðaspor á golfvellinum
04.01.2025

Gönguskíðaspor á golfvellinum

Búið er að leggja gönguskíðaspor á golfvellinum og því tilvalið að nýta sér brautina á meðan að úti er snjór og fallegt veður.
Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi
01.01.2025

Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi

Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2025 🙂
Gleðilegt nýtt ár 2025
01.01.2025

Gleðilegt nýtt ár 2025

Seltjarnarnesbær óskar íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum farsældar og gæfu á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem var að líða.
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
28.12.2024

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30

Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld og býður upp á tónlist því trúbadorinn Arnar Friðriks mun syngja og stýra fjöldasöng fyrir brennugesti. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð. Birt með fyrirvara um veður í lagi.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
23.12.2024

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Gámar fyrir pappa á Hagkaupsplaninu sem og Orkan með fyrir pappa og plast á Orkuplaninu, Austurströn…
23.12.2024

Gámar fyrir pappa á Hagkaupsplaninu sem og Orkan með fyrir pappa og plast á Orkuplaninu, Austurströnd

Settir hafa verið upp gámar á Orkuplaninu við Austurströnd fyrir íbúa að losa umfram magn af pappa og plasti sem safnast upp við heimilin yfir hátíðirnar. Enn fremur er kominn gámur fyrir pappa við grenndarstöðina á Hagkaupsplaninu og svo er auðvitað minnt á Sorpu við Ánanaust.
Þór bæjarstjóri, Guðmundur Ari fráfarandi bæjarfulltrúi, Magnús Örn forseti bæjarstjórnar og Svana H…
23.12.2024

Guðmundur Ari Sigurjónsson kvaddur

Guðmundur Ari bæjarfulltrúi sat sinn síðasta fund fyrir Seltjarnarnesbæ þann 19. desember sl. þegar að bæjarráð kom saman. Honum var þakkað fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins undanfarin 10 ár og óskað alls hins besta og velfarnaðar á nýjum vettvangi, Alþingi Íslendinga.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri við undirritun samkomulagsins.
23.12.2024

Samkomulag um samgöngumál í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirrituðu nýverið samkomulag um samgöngur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.
23.12.2024

Viðsnúningur í rekstri - samþykkt fjárhagsáætlun 2025

Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við síðari umræðu miðvikudaginn 11. desember 2024. Þriggja ára áætlun 2026-2028 var einnig samþykkt.
Kristín Hannesdóttir
20.12.2024

Kristín kvödd

Kristín Hannesdóttir, forstöðukona félagsstarfs eldra fólks á Seltjarnarnesi, var kvödd að viðstöddu fjölmenni á jólagleði félagsstarfsins í vikunni og fékk á sama tíma 15 ára starfsaldursviðurkenningu.
Sorphirðudagatal fyrir desember 2024
16.12.2024

Sorphirðudagatal fyrir desember 2024

Hér má sjá nýtt sorphirðudagatal fyrir desember en tíðni losunar hjá Terra hefur verið aukin.
Nýr forstöðumaður félagsstarfs eldra fólks
12.12.2024

Nýr forstöðumaður félagsstarfs eldra fólks

Guðrún Björg Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og tekur við af Kristínu Hannesdóttur sem lætur af störfum um áramót.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?