Fara í efni

Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi

Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2025 🙂


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?