Það er alltaf nóg um að vera í félagsstarfi eldri bæjarbúa eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd sem tekin var í dag þegar að kíkt var óvænt inn á glernámskeiðið í Félagsheimilinu. Stemningin var aldeilis góð, spjallað og hlegið um leið og unnið var hörðum höndum að listaverkunum enda styttist í handverkssýninguna sem haldin verður í maí.