Í boði eru fjölbreytt sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ fyrir ungmenni 18 ára og eldri sumarið 2024. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.
Um er að ræða margvísleg störf hjá hinum ýmsu stofnunum bæjarins, bæði innandyra sem utan. Ungmenni 18 ára og eldri eru hvött til að kynna sér fjölbreytni starfanna og sækja um þau störf sem falla að áhugasviðinu. Meðal annars er um að ræða störf á leikskólunum, í þjónustumiðstöðinni, á bæjarskrifstofunni, í félagsþjónustu og jafningjafræðslu. Allar nánari upplýsingar og starfslýsingar er að finna á heimasíðunni:
Umsóknarfrestur: 18. mars 2024 og sótt er um á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar.
Laun starfsmanna í sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ eru samkvæmt kjarasamningum Sameykis.
Athugið!
- Íþróttafélagið Grótta heldur utan um og auglýsir sumarstörf tengt leikjanámskeiðum.
- Nesklúbburinn auglýsir og heldur utan um öll sumarstörf á golfvellinum.