Seltjarnarnesbær festi nýverið kaup á fjórum pannafótboltavöllum sem hafa verið afar vinsælir meðal barna og ungmenna.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar hafa nú sett upp tvo þeirra á skólalóðina við Mýrarhúsaskóla og fljótlega verða hinir tveir settir upp. Annar fer á leikskólalóðina við Stjörnubrekku og hinn á leikskólalóðina við Sólbrekku. Það verður gaman að sjá hvort að pannafótboltavellirnir eigi ekki eftir að vekja mikla lukku með skólabarna hér á Seltjarnarnesi.
