Seltjarnarnesbær auglýsir eftir tveimur bókavörðum til starfa á Bókasafni Seltjarnarness.
Tekið er við umsóknum og starfsferilskrá í gegnum ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um störfin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar.
1. Bókavörður - framtíðarstarf
- Við leitum að jákvæðum, sveigjanlegum og vandvirkum starfsmanni sem býr yfir miklu frumkvæði og elskar að vera í samskiptum við fólk á öllum aldri.
- Í boði er líflegt starf fyrir einstakling sem hefur ríka þjónustulund, er vel lesinn og áhugasamur um bækur, menningu og viðburði.
- Starfið felur í sér ráðgjöf og þjónustu við gesti safnsins, upplýsingamiðlun, umsjón með safnkostinum og öðru sem við kemur safninu og þörfum notenda.
- Um er að ræða 70-100% stöðu (samkomulag).
- Starfsmenn bókasafnsins með sér vöktum og starf bókavarðar felur m.a. í sér laugardagsvaktir yfir vetrartímann.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni, hæfniskröfur og fríðindi eru á ráðningarvef bæjarins þar sem jafnframt er tekið við umsóknum, ferilskrá og kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar nk. og þarf viðkomandi helst að geta hafið störf sem fyrst.
2. Bókavörður - hlutastarf - hentar vel fyrir ungmenni í skóla
- Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og þjónustulunduðum bókaverði í hlutastarf á Bókasafni Seltjarnarness.
- Vinnutími er 2-3 laugardaga í mánuði (yfir veturinn) frá kl. 11-14.
- Stöku afleysingar seinni partinn virka daga þegar þörf krefur.
- Starfið hentar því mjög vel með skóla fyrir ungmenni á Seltjarnarnesi og gefur möguleika á sumarstarfi.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni og hæfniskröfur eru á ráðningarvef bæjarins þar sem jafnframt er tekið við umsóknum og starfsferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar nk. og þarf viðkomandi að geta hafið strax störf.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um störfin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um bæði störfin veitir María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar.
Bókasafn Seltjarnarness er fjölskylduvænt og vinsælt almenningsbókasafn staðsett á Eiðistorgi. Safnið er enn fremur menningarmiðstöð Seltjarnarnesbæjar þar sem fram fer fjölbreytt menningarstarf og viðburðir.
