Fara í efni

Tónlistarskólinn óskar eftir píanókennara

Laus til umsóknar 40% staða píanókennara í tónlistarskólanum og er umsóknarfrestur til 27. júní nk. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023.
Tónlistarskóli Seltjarnarness
Tónlistarskóli Seltjarnarness

Laus staða píanókennara í Tónlistarskóla Seltjarnarness - 40% starfshlutfall

Tónlistarskólinn býður upp á fjölþætt tónlistarnám og heldur úti blómlegu tónlistarstarfi sem er mikilvægur þáttur í skóla- og menningarlífi bæjarins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í píanóleik
  • Reynsla í kennslu barna á grunnskólaaldri
  • Góð kunnátta í íslensku

Fríðindi í starfi

  • Sundkort
  • Bókasafnskort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.

Upplýsingar um störf í Tónlistarskóla Seltjarnarness veitir Kári Einarsson skólastjóri tónlistarskóla kari@seltjarnarnes.is og sími 5959235.

Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á ráðningarvef seltjarnarnesbæjar
Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2023 en ráðið verður í stöðuna f.o.m 1 ágúst 2023.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?