01.11.2023
Laust starf Veitustjóra Veitna Seltjarnarness
Leitað er að framsæknum stjórnanda til að stýra hita-, vatns- og fráveitu bæjarins fyrir Veitur Seltjarnarness. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember nk.
30.10.2023
Lokun á köldu vatni 31. október í Sefgörðum
Íbúar í Sefgörðum athugið, þriðjudaginn 31. október verður lokað fyrir kalt vatn frá klukkan 09:00 og fram eftir degi. Lokunin nær til allra húsa í Sefgörðum 2-20. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
29.10.2023
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024 Opið fyrir umsóknir og tilnefningar
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum og/eða tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024.
27.10.2023
Fasteignin Safnatröð 1 Seltjarnarnesi fer í söluferli
Seltjarnarnesbær hefur tekið ákvörðun um að fara af stað með söluferli á fasteigninni Safnatröð 1 þar sem er rekið hjúkrunarheimili og þjónustuhluti fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Ekki verður um að ræða breytingu á þeirri starfsemi sem rekin er í fasteigninni.
24.10.2023
Lokun á heitu vatni 25. október á Melabraut og Valhúsabraut
Íbúar á Melabraut og Valhúsabraut athugið, miðvikudaginn 25 október verður lokað fyrir heitt vatn vegna viðgerða frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Lokunin nær til allra húsa á Melabraut 1-21 og á Valhúsabraut frá 1-20. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda
20.10.2023
Laus störf á Leikskóla Seltjarnarness
Störf þroskaþjálfa, kennara og starfsmanns á leikskóla eru laus til umsóknar fyrir áhugasama að bætast í góðan hóp. Umsóknarfrestur er til 30. október nk.
20.10.2023
973. Bæjarstjórnarfundur 25. október dagskrá
Boðað hefur verið til 973. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 25, október 2023 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
16.10.2023
Opinn viðtalstími Verkefnastjóra frístunda- og forvarnarstarfs
Alla fimmtudaga til áramóta frá kl. 10-12 á bókasafninu býður Ása Kristín Einarsdóttir, verkefnastjóri frístunda- og forvarnarstarfs Seltjarnarnesbæjar upp á opinn viðtalstíma.
16.10.2023
Nýtt sorphirðudagatal okt - des 2023
Vegna losunar samkvæmt nýju flokkunarkerfi frá mánudeginum 23. október nk. hefur Terra uppfært sorphirðudagatalið til áramóta.
11.10.2023
Lokun á heitu vatni 11. október á Miðbraut og Vallarbraut
Íbúar á Miðbraut og Vallarbraut athugið, fimmtudaginn 11. október verður lokað fyrir heitt vatn vegna viðgerða frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Lokunin nær til allra húsa í götunum tveimur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
09.10.2023
23. október hefst tæming skv. nýju flokkunarkerfi á Seltjarnarnesi
Dreifingu og merkingu sorpíláta á að vera lokið á Seltjarnarnesi og hefst tæming samkvæmt nýju flokkunarkerfi mánudaginn 23. október nk. Mikilvægt að flokka rétt svo að tunnur verði tæmdar en tunnur með rangri flokkun verða ekki losaðar.