Seltjarnarnesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu Veitustjóra í 100% starfshlutfall hjá Veitum Seltjarnarness og heyrir starfið undir sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.
Veitur Seltjarnarnesbæjar óska eftir að ráða framsækinn stjórnanda til að stýra þessu þjónustufyrirtæki bæjarins en Veitur Seltjarnarness reka hita-, vatns- og fráveitu Seltjarnarness ásamt því að hafa umsjón með götulýsingu bæjarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur ásamt starfsmannahaldi
- Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar
- Verðlagning vöru og þjónustu
- Umsjón með viðhaldi veitukerfa
- Umsjón og eftirlit með tæknibúnaði hita-, vatns- og fráveitu
- Innkaup á búnaði og verkefnastjórnun því tengt
- Starfsmaður Veitustjórnar
Menntunar og hæfniskröfur
- Tæknimenntun s.s. verk- eða tæknifræði
- Reynsla af veitustarfsemi er kostur
- Góð þjónustulund
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2023 og skal umsóknum skilað í gegnum ráðningarvef bæjarins. Umsókn skal fylgja kynningarbréf ásamt náms- og starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri: thor@seltjarnarnes.is