Lokið var við byggingu eignarinnar á fyrri hluta ársins 2019 og í mars það ár hóf hjúkrunarheimilið Seltjörn starfsemi í eigninni. Stór hluti fasteignarinnar er í langtímaleigu til ríkisins og er markmiðið að selja hana til aðila sem sérhæfir sig í fasteignarekstri ef ásættanlegt tilboð berst.
Áréttað er að aðeins er um söluferli á fasteign að ræða en ekki er um að ræða breytingu á þeirri starfsemi sem rekin er í fasteigninni. Vigdísarholt ehf. sem rekið hefur hjúkrunarheimilið og dagdvölina verður áfram með reksturinn.
Markmiðið með sölunni er að losa um fjármagn sem bundið er í fasteigninni Safnatröð 1 til að fjármagna aðrar framkvæmdir bæjarins.
Allar nánari upplýsingar um sölu á fasteigninni verða veittar hjá hjá Libra lögmönnum ehf. og þangað skal ennfremur skila inn tilboðum en tilboðsfrestur er til 20. nóvember 2023,