Fara í efni

23. október hefst tæming skv. nýju flokkunarkerfi á Seltjarnarnesi

Dreifingu og merkingu sorpíláta á að vera lokið á Seltjarnarnesi og hefst tæming samkvæmt nýju flokkunarkerfi mánudaginn 23. október nk. Mikilvægt að flokka rétt svo að tunnur verði tæmdar en tunnur með rangri flokkun verða ekki losaðar.

Frá og með mánudeginum 23. október hefst tæming á úrgangi á Seltjarnarnesi samkvæmt fjórflokkakerfinu.

Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að nýta næstu 2 vikurnar til að undirbúa sig og æfa í nýja fjórflokkakerfinu því tunnur verða ekki tæmdar sé úrgangur ekki flokkaður á réttan hátt. Í þeim tilvikum þar sem rangt er flokkað verður settur límmiði á viðkomandi tunnu með skýringu á ástæðu þess að tunnan var ekki tæmd. Allt annað en það sem fellur undir úrgangsflokkana fjóra skal fara með í Sorpu. Ítarlegar upplýsingar um flokkun og flokkunarkerfið er að finna á flokkum.is auk þess sem ýmsar upplýsingar er að finna hér á heimasíðu bæjarins.

ATHUGIÐ! Vanti ennþá tunnu eða viðeigandi merkingu á tunnu við einbýli eða fjölbýli vinsamlega látið strax vita á postur@seltjarnarnes.is eða í síma 5959100.

Sýnishorn af miða sem settur verður á þær tunnur sem ekki er hægt að tæma og útskýrir ástæðuna.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?