Gallerí Grótta er sýningarsalur innan Bókasafns Seltjarnarness þar sem haldnar eru listsýningar allt árið um kring. Einnig er um að ræða fjölnotasal fyrir fjölbreytta viðburði, fyrirlestra og fundi auk ýmissa menningartengdra uppákoma fyrir börn og fullorðna.
Að jafnaði eru settar upp um 10 listsýningar í Gallerí Gróttu á hverju ári, salurinn heldur vel utan um hverja sýningu og verkin njóta sín vel. Listamenn geta að sent inn umsókn í gegnum mínar síður um að sýna í Gallerí Gróttu en afar eftirsótt er að sýna þar.
Upplýsingar um fyrirkomulag er gildir um sýningarhald í Gallerí Gróttu má nálgast neðar á síðunni.
Gallerí Grótta er fjölnotasalur bókasafnsins og vettvangur fyrir félags- og menningarlíf bæjarbúa eins og safnið sjálft. Auk listsýninga er salurinn vel nýttur fyrir margskonar viðburði til handa öllum aldurshópum svo sem fyrir bókmenntakynningar, sögustundir, námskeið, fyrirlestra og fundi.
Velkomið er að leigja salinn fyrir minni viðburði, fundi, námskeið o.fl. Hann er um 70 m2 að stærð, búinn skjávarpa og tjaldi auk þess sem honum geta fylgt borð og um 70 stólar. Hægt að fá aðgang að eldhúsi vegna veitinga sé þess óskað. Bókanir á salnum fara fram í gegnum afgreiðslu bókasafnsins auk þess sem nálgast má gjaldskrá vegna útleigu á salnum á vefsíðu safnsins.
Leigja Gallerí Gróttu - Upplýsingar
Salurinn er um 70 m2 að stærð og geta fylgt honum borð og um 70 stólar. Salurinn er leigður út fyrir minni viðburði, fundi, námskeið og fleira og eru í honum skjávarpi og tjald. Einnig er hægt að fá aðgang að eldhúsi vegna veitinga.
Panta má salinn í afgreiðslu Bókasafnsins í síma 5959170.
Salurinn er opinn á afgreiðslutíma safnsins frá 10–18.30 virka daga nema föstudaga frá 10-17 og laugardaga frá 11-14 frá 1. september - 31. maí. Lokað er á laugardögum yfir sumartímann.
Ef óskað er eftir notkun salarins utan hefðbundins opnunartíma má koma óskum um það til starfsfólks.
Gjaldskrá:
- Fundahald og stuttir viðburðir 20.000,- kr
- Kaffikanna 16 bollar 3000,- kr
- Glös (vínglös) + þvottur 5000,- kr
Athugið að Gallerí Grótta sýningarsalur er ekki leigður út fyrir myndlistarsýningar.
Fyrirkomulag vegna sýningarhalds í Gallerí Grótta
• Stjórnendur salarins velja sýnendur til sýningarhalds en einnig er hægt að sækja um sýningarhald í salnum
• Sýnendur greiða ekki fyrir sýningarhald í Gallerí Gróttu
• Sýnendum er ekki greitt fyrir sýningarhald
• Sýningar eru á ábyrgð sýnenda og trygging verkanna í þeirra höndum
• Gallerí Grótta tekur ekki þóknun fyrir sölu á verkum sem þar eru til sýnis
• Sýnendur sjá sjálfir um upphengi og niðurtöku í samráði við starfsmenn salarins (helstu áhöld til upphenginga eru á staðnum s.s. naglar, hamar, hallarmál o.fl.)
• Sýnendur standa straum af kostnaði sem kann að felast í uppsetningunni nema um annað sé samið sérstaklega
• Sýnendur skili texta um sýninguna, ferilskrá og myndum í prenthæfri upplausn minnst mánuði fyrir sýningaropnun
• Sýnendur geta fengið rafræn boðskort sem útbúin verða til að bjóða fólki sérstaklega á sýninguna
• Sýnendur geta fengið rafræna fréttatilkynningu kjósi þeir að vekja sérstaka athygli fjölmiðla eða einstakra fjölmiðlamanna umfram það sem fer í nafni Gallerí Gróttu
• Hver sýning er almennt í um það bil 4 vikur nema um annað sé sérstaklega samið
• Sýnendur sjá sjálfir um að sparsla í göt og pensla yfir að lokinni sýningu (efni og áhöld á staðnum)
Eftirfarandi atriði annast stjórnendur salarins
• Hönnun og uppsetningu á stuttum veggtexta um sýninguna
• Hönnun og prentun á staðlaðri sýningarskrá (ein A5 síða) og plakati (stærð A3, 15 stk.) sem dreift er um nágrenni salarins
• Útsendingu rafrænna fréttatilkynninga og myndefnis til fjölmiðla og á póstlista bókasafnsins
• Hönnun og útsendingu á rafrænu boðskorti á póstlista og til tengdra félagasamtaka
• Gerð viðburðar á Facebook
• Ljósmyndatöku á sýningaropnunum
• Léttar veitingar á sýningaropnun
Gallerí Grótta er opið samkvæmt opnunartíma bókasafnsins, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 - 18:30, föstudaga frá kl. 10:00 - 17:00 og laugardaga frá kl. 11:00 - 14:00 (sept-maí, lokað júní-ágúst). Ef sýnendur óska þess að hafa opið á öðrum tímum þá er það auðsótt en þeir sjá þá sjálfir um yfirsetu. Umframopnun þarf helst að liggja fyrir áður en kynning á sýningunni fer fram þannig að slíkt geti komið fram á plakati og á boðskorti.
Umsókn um sýningarhald í Gallerí Gróttu fram í gegnum mínar síður.