Ferðabann um friðlandið við Gróttu hefur tekið gildi og stendur frá 1. maí - 31. júlí. Hundabann gildir á sama tíma á Vestursvæðunum og eru kattaeigendur hvattir til að hafa kettina í bandi eða halda þeim innandyra.
Nú er varptími fuglanna genginn í garð og því tekur í gildi sumarlokun og ferðabann um friðlandið við Gróttu sem stendur frá 1. maí – 31. júlí. Á þessum tíma eru gangandi vegfarendur hvattir til að sýna tillitsemi, alls óheimilt að vera með hunda á vestursvæðunum sem og eru kattaeigendur hvattir til að hafa kettina í bandi, nota trúðaól eða halda þeim innandyra fram yfir varptímann. Sjóiðkendum er jafnframt bent á að stunda sjóíþróttir norðan- og sunnan Seltjarnarness í stað Seltjarnar á varptímanum.
Rauða línan og skástrikin á kortinu marka vestursvæðin og friðlandið þar sem hundabann gildir. Annars staðar á Seltjarnarnesi gildir hefðbundin regla þ.e. Lausaganga hunda er bönnuð á Seltjarnarnesi.