Fara í efni

Varað við gosmengun og skertum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðiseftirlitið hvetur viðkvæma til að gæta sín. Vinnuskólinn fellur niður eftir hádegi í dag vegna þessa.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands liggur gosmóða og gasmengun yfir höfuðborgarsvæðinu og eru loftgæði verulega skert hér á höfuðborgarsvæðinu kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. Viðkvæmir eru hvattir til að gæta sín.
 
Vinnuskólinn fellur niður eftir hádegi í dag vegna þessa og verða ungmenni send heim. 
 
Í morgun hafa þokuský legið yfir vestanverðu landinu, einnig hefur verið sýnileg gosmóða sem stafar af umbreytingu SO2 gass í blámóðu SO4. Gasmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu. Á höfuðborgarsvæðinu er hæg breytileg átt í dag, en í kvöld snýst í suðlæga átt og þá ætti mengunin að blása til norðurs. Í nótt og á morgun verður ákveðin suðaustlæg átt, og þá má ekki búast við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu.
 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?