Á vefnum utumallt.is er að finna yfirlit og upplýsingar um yfir 30 skemmtileg útivistarsvæði og 40 kortlagðar göngu- og hjólaleiðir, vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið.
Út um allt - Upplýsingavefur um útivist
Á vefnum utumallt.is er að finna yfirlit og upplýsingar um yfir 30 skemmtileg útivistarsvæði og 40 kortlagðar göngu- og hjólaleiðir, vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Leiðum fylgja gagnlegar upplýsingar, til að mynda um erfiðleikastig og tímalengd, og getur notandi jafnframt séð eigin staðsetningu á korti og fylgt leið í rauntíma. Á vefnum er góð leitarvél og hægt er að sía eftir ýmsum breytum á borð við sveitarfélag, aðstöðu, þjónustu og aðgengi.
Vefurinn, sem er bæði á íslensku og ensku, er samstarfsverkefni SSH og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.