Fara í efni

Upplýsandi fundur um samgöngusáttmálann

Betri samgöngur og Vegagerðin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ héldu opinn fund fyrir íbúa þar sem að farið yfir framkvæmdirnar, stöðu þeirra og framgang á greinargóðan hátt.

Opinn íbúafundur um verkefni samgöngusáttmálans var haldinn á Bókasafni Seltjarnarness í febrúar.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness opnaði fundinn en Rakel Þorbergsdóttir var fundarstjóri. Dagskráin var þétt og mjög upplýsandi um stöðu mála og það sem framundan er. Þorsteinn R. Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna fór í stuttu máli yfir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni hélt erindi um Stofnvegi, stokka, göng og ljósastýringu. Þá steig í pontu Atli Björn Levy, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar og sagði frá Borgarlínunni sem verður hágæða almenningssamgöngukerfi. Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri skipulags- og leiðarkerfis hjá Strætó upplýsti um hönnun á nýju leiðarneti strætó og Katrín Halldórsdóttir forstöðumaður hjóla- og göngustíga hjá Betri samgöngum sagði frá 100 km göngu- og hjólastígum. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar ásamt frummælendum svöruðu svo hinum ýmsu spurningum sem upp komu hjá fundargestum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?