Svava hefur haldbæra þekkingu og víðtæka reynslu af fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga sem og úr fjármálageiranum.
Svava Sverrisdóttir vann lengi í fjármálageiranum, hjá Landsbanka, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum Birtu. Lengst af við eignastýringu og greiningu og býr yfir góðri þekkingu á því sviði. Hún starfaði ennfremur við reikningshald, áætlanagerð, endurskipulagninu og ráðgjöf hjá Inniti ehf.-Fjárstoð ehf. og sinnti þar verkefnum fyrir eignarhaldsfélög og fyrirtæki.
Þá hefur Svava öðlast haldbæra þekkingu á fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga í gegnum störf sín hjá Lánasjóði sveitarfélaga, á fjármálaskrifstofu og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og nú síðast sem deildarstjóri bókhalds og greininga hjá Akraneskaupstað þar sem hún hefur starfað frá árinu 2022. Þar hefur hún verið í forsvari deildarinnar og stýrt sínu teymi, borið ábyrgð á uppgjörsvinnu, ársreikningagerð, fjárhagslegum greiningum og áætlanagerð.
Svava er með M.Sc. gráður í hagfræði og fjármálum frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Cand. Oecon gráðu frá sama skóla.
Svava er boðin velkomin til starfa hjá Seltjarnarnesbæ og óskað velfarnaðar í starfi en hún hefur störf nú á allra næstu dögum.