Seltjarnarnesbær leitar eftir kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi í starf deildarstjóra innheimtu á bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar.
Viðkomandi starfsmaður þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni og búa yfir getu til að starfa sjálfstætt.
Um er að ræða 100% starf á fjármálasviði og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sameyki.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. og skal umsókn og viðeigandi fylgigögnum um starfsferil og reynslu skilað inn í gegnum ráðningavef Seltjarnarnesbæjar
Helstu verkefni og ábyrðarsvið:
- Reikningagerð, innheimta og eftirfylgni þeirra
- Umsjón með viðskiptamannaskrá og eigendaskrá fasteigna
- Yfirferð vanskilalista og samskipti við viðskiptavini
- Svörun fyrirspurna innri og ytri viðskiptavina
- Utanumhald hitaveituálestra og -mæla
- Önnur tilfallandi verkefni er tengjast fjármálasviði
Menntun, reynsla og hæfni:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af innheimtu er mikilvæg
- Bókhaldsþekking er nauðsynleg
- Góð tölvukunnátta er mikilvæg
- Þekking á Navision, GoPro og Vigor er kostur
- Talnagleggni, greiningarfærni og nákvæmni
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Vinnutími:
Um 100% starf er að ræða og er almennur vinnutími að teknu tilliti til styttingar vinnuvikunnar sem hér segir:
- Mánudaga - miðvikudaga: 8:00-16:10
- Fimmtudaga: 8:00 - 16:30
- Föstudaga: 8:00 - 13:00
Fríðindi í starfi:
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
- Afsláttur á korti í World Class
- Sundkort á Seltjarnarnesi
- Bókasafnskort
Nánari upplýsingar um starf deildarstjóra innheimtu veitir:
Svava G. Sverrisdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs: svavas@seltjarnarnes.is , sími: 5959-100.