Fara í efni

Skemmtileg og fjölmenn Safnanótt

Það var svo sannarlega líf og fjör og mikið fjölmenni á skemmtilegri Safnanótt á Bókasafni Seltjarnarness nýverið. Stórir sem smáir undu sér hið besta enda dagskráin fjölbreytt, margt að skoða og gera. Allir sem vildu fengu pylsur, frostpinna og að sjálfsögðu skrautlegar blöðrur. Bingóið vakti lukku að vanda og fóru margir heim með góða vinninga. Takk fyrir komuna!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?