Opinn fundur fyrir íbúa þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17 á bókasafninu um verkefni samgöngusáttmálans.
OPINN KYNNINGARFUNDUR UM VERKEFNI SAMGÖNGUSÁTTMÁLANS á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17:00-18:30.
DAGSKRÁIN: 








Opinn fundur á Seltjarnarnesi um verkefni Samgöngusáttmálans
Betri samgöngur:
Ríkið og sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu standa sameiginlega að Samgöngusáttmálanum — metnaðarfullri uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040.
Betri samgöngur og Vegagerðin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ efna til kynningarfundar fyrir íbúa Seltjarnarness á bókasafninu þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-18..30 þar sem farið verður yfir framkvæmdirnar, stöðu þeirra og framgang. Íbúar á Seltjarnarnesi eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefni Samgöngusáttmálans — betri og greiðari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru hagsmunamál okkar allra.