Frá og með janúar 2025 verða reikningar hitaveitunnar innheimtir mánaðarlega í stað þess að innheimta reikninga hitaveitunnar á 2ja mánaða fresti.
Framvegis verður mánaðarleg innheimta reikninga Hitaveitu Seltjarnarness
Breyting verður á útgáfu reikninga fyrir heitt vatn á Seltjarnarnesi frá og með janúar 2025, reikningar verða núna innheimtir mánaðarlega í stað þess að innheimta á tveggja mánaða fresti. Breytingin er ekki síst gerð með þarfir bæjarbúa að leiðarljósi og mælist vonandi vel fyrir hjá íbúum. Breytingin felur enn fremur í sér að innheimta reikninga frá Hitaveitu Seltjarnarness verður í samræmi við innheimtuferli annarrar þjónustu á vegum Seltjarnarnesbæjar.