Pappírsgámur er kominn til reynslu á Eiðistorg fyrir íbúa að losa umfram magn af pappír/pappa sem safnast upp við heimilin. Það er afar mikilvægt að öll umgengni um og við gáminn verði til fyrirmyndar svo að hægt verði að þjónusta íbúa með þessum hætti. Í hann má eingöngu losa pappír/pappa og óheimilt er að skilja eftir annað rusl við gáminn. Gangi allt vel er enn fremur stefnt að því að setja þarna upp netta grenndarstöð fyrir gler og plast þar til að framtíðarlausn finnst varðandi staðsetningu grenndarstöðvar með djúpgámum.
Eingöngu má losa pappír/pappa í gáminn og óheimilt er að skilja eftir annað rusl við gáminn. Gangi allt vel er stefnt að því að setja einnig upp netta grenndarstöð fyrir gler og plast á þessum stað þar til að framtíðarlausn finnst varðandi staðsetningu grenndarstöðvar með djúpgámum.