Íbúar hafa staðið sig stórvel að flokkun á matarleifum og eiga mikið hrós skilið fyrir! SORPA fagnar nú fyrstu uppskeru af næringarríkri moltu sem unnin er úr matarleifunum fólks af höfuðborgarsvæðinu í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.
Moltan er útimolta sem nærir jarðveginn en hún inniheldur fjöldan allan af nærandi efnum og örveruflóru og stuðlar þannig að heilbrigðari jarðvegi og eykur hæfni hans til að binda kolefni. Hægt er að nota moltuna til dreifingar á gróðurlendi, til uppgræðslu, við sáningu, á graslendi, trjá- og runnaplöntun og margt fleira. Athugið að moltan er mjög kraftmikil og því æskilegt er að blanda henni saman við mold í hlutföllunum einn á móti þremur.
Á heimasíðu SORPU má nálgast nánari upplýsingar um moltu: GAJA (sorpa.is)
Moltan verður aðgengileg í gám við smábátahöfnina hjá Bakkavör.
Einnig verður hægt að sækja sér moltu á endurvinnslustöðvum SORPU við Breiðhellu, Sævarhöfða og Ánanaust.
Takk fyrir að flokka matarleifar!