Terra vinnur hörðum höndum að því að vinna upp seinkun á losun sorps vegna veðurs og veikinda. Á morgun miðvikudag lýkur losun á matvælum og blönduðum úrgangi og á fimmtudag hefst losun á plasti og pappa, tveir bílar verða á ferðinni og byrja á Ströndunum, Mýrinni og Eiðistorgi. Terra stefnir að því að ljúka losun á pappír og plasti á föstudaginn á öllu Nesinu.