Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Fjölbreytt hátíðardagskrá um allt land á afmælisárinu sem nær hámarki á þjóðhátíðardaginn sjálfan.
Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu.
Forsætisráðuneytið stendur fyrir fjölbreyttri hátíðardagskrá um allt land á afmælisárinu og hægt er að kynna sér á www.lydveldi.is
Forsætisráðuneytið stendur fyrir fjölbreyttri hátíðardagskrá um allt land á afmælisárinu og hægt er að kynna sér á www.lydveldi.is
Hátíðarhöldin hámarki á þjóðhátíðardaginn sjálfan með dagskrá og kórasöng víða um land. Sérstakur lýðveldisfáni verður dreginn að húni ásamt íslenska fánanum og boðið verður upp á lýðveldisbollakökur á hátíðarsvæðum á 17. júní m.a. í Bakkagarði hjá okkur á Seltjarnarnesi á meðan að birgðir endast. Við hvetjum Seltirninga fjölmenna í Bakkagarð og fagna saman þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar
Í tilefni af lýðveldisafmælinu hefur verið gefin út einstök bók "Fjallkonan - þú ert móðir vor kær" sem er gjöf til allra áhugasamra og hér á Seltjarnarnesi má nálgast bókina á Bókasafn Seltjarnarness og í Sundlaug Seltjarnarness.