Leiðakerfi Strætó tekur miklum breytingum vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið víkur tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.
Breytingar á leiðum
Allar leiðir hætta að aka um Hlemmtorg og munu í staðinn aka breyttar leiðir. Gerðar verða nýjar stöðvar við Snorrabraut og Borgartún og stöð við Þjóðskjalasafnið færð.
Nýjar tímabundnar endastöðvar
- Leiðir 1, 4, 16, 17 og 18 munu verða með tímabundna endastöð við Skúlagötu sem verður ný endastöð.
- Leið 3 mun vera með endastöð við Granda en sú endastöð er þegar til, leið 14 hefur nu þegar endastöð þar.
- Leiðir 2 og 6 verða með tímabundna endastöð við Háskóla Íslands sem er ný endastöð.
Á heimasíðu strætó má sjá allar upplýsingar um breyttar akstursleiðir og leiðakort.