Fara í efni

Laust starf skólastjóra Valhúsaskóla

Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi grunnskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu skólastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí nk.
Valhúsaskóli
Valhúsaskóli

Seltjarnarnesbær auglýsir lausa stöðu skólastjóra við Valhúsaskóla. Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi grunnskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu skólastarfi.

Í Valhúsaskóla eru um 250 nemendur í 7.-10. bekk. Við skólann starfa um 45 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru virðing – ábyrgð – vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við félagsmiðstöðina Selið, Tónlistarskóla Seltjarnarness og íþróttafélagið Gróttu.

Valhúsaskóli er stofnaður á ný sem sjálfstæður skóli frá 1. ágúst 2024, en hann hefur verið hluti af Grunnskóla Seltjarnarness frá árinu 2004 ásamt Mýrarhúsaskóla. Á Seltjarnarnesi er lögð áhersla á að reka góða skóla þar sem boðið er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf, sem byggir á góðu starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að mæta þörfum nemenda og ýta undir hæfileika þeirra. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Lögð er áhersla á samvinnu milli skólanna á Seltjarnarnesi, samfelldan skóladag nemenda og öruggt umhverfi. Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu Grunnskóla Seltjarnarness.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið skólastjóra:

  • Veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar á skólastarfi í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Seltjarnarnesbæjar.
  • Stjórnar og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi.
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum.
  • Ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana.
  • Kennslureynsla á grunnskólastigi.
  • Reynsla af faglegri forystu í kennslu, starfsmannastjórnun og rekstri.
  • Leiðtogahæfni, metnaður og reynsla af að leiða skólaþróun.
  • Rík skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Fríðindi í boði fyrir starfsfólk Seltjarnarnesbæjar:

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2024 en ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2024.
Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar.

Umsókn um starfið skal fylgja leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari og gögn sem staðfesta frekari menntun, ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ.

Nánari upplýsingar um starf skólastjóra veitir:
Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar, baldur@seltjarnarnes.is, sími: 595910


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?