Sundlaug Seltjarnarness auglýsir eftir sundlaugarverði í 100% vaktavinnustarf.
Í starfinu felst gæsla útisvæðis, umsjón búningsklefa kvenna, þrif og þjónusta við sundlaugargesti. Viðkomandi þarf að vera vel syndur, hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og eiga gott með að umgangast alla aldurshópa, sérstaklega grunnskólabörn sem sækja sundtíma í laugina.
Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu.
https://ust.is/hringrasarhagkerfi/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/
Umsóknarfrestur er til 8.ágúst n.k. og óskað eftir að umsóknir berist í gegnum ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir „Störf í boði“.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Íþróttafulltrúi í gegnum tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is.
Nánari upplýsingar: Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi , sími: 561 1700.