Fara í efni

Innritun barna í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2025-2026

Umsóknarfrestur um leikskóladvöl barna skólaárið 2025-2026 er til og með 28. febrúar nk. í gegnum mínar síður á vef bæjarins.

Innritun barna í Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2025-2026 fer fram í marsmánuði nk.

Til að eiga rétt á leikskóladvöl þarf barn að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi. Sækja skal um leikskóladvöl á MÍNAR SÍÐUR á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar eftir því sem leikskólapláss losnar. Nánari upplýsingar og aðstoð við innritun veitir Sonja Jónasdóttir aðstoðarleikskólastjóri.

Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?