Fara í efni

Rithöfundakvöldið geysivinsæla á bókasafninu

Á morgun þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20-22 þar sem 4 rithöfundar segja frá nýútkomnum bókum sínum undir stjórn Jórunnar Sigurðardóttur bókmenntafræðings. Góð stemning, jólalegar veitingar og allir velkomnir.

Minnum á hið árlega og geysivinsæla rithöfundakvöld á bókasafninu á morgun, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20-22.

Að vanda verða fjórir frábærir rithöfundar sem segja frá nýútkomnum bókum sínum. Jórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur m.m. stýrir umræðum og höfundarnir að þessu sinni eru þau:

- Sólveig Pálsdóttir, Miðillinn
- Friðgeir Einarsson, Serótónínendurupptökuhemlar
- Kristinn Óli S. Haraldsson, Maður lifandi
- Sigrún Alba Sigurðardóttir, Sumarblóm og heimsins grjót.

Boðið verður upp á jólalegar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir 📚


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?