Bæjarbúum býðst að losa sig við afklippur af trjám í sérstaka gáma sem settir verða upp á þremur stöðum í bænum dagana 6.-13. maí nk. Staðsetning gámanna eru á bílastæði við Eiðistorg, við smábátahöfnina á Suðurströnd og á Norðurströndinni til móts við Lindarbraut.
Nú er kjörið tækifæri fyrir bæjarbúa að snyrta trén í görðunum sínum. Þegar það er gert er gott að huga sérstaklega að þeim sem slúta yfir girðingar og geta skapað hættu fyrir vegfarendur. Losa má allar afklippur af trjám í sérstaka gáma sem settir verða upp á Seltjarnarnesi dagana 6.-13. maí nk.
Athugið þó að einungis trjágreinar (ekki í pokum) mega fara í gámana en þeir eru alls ekki fyrir annan garðaúrgang sbr. gras, illgresi og blóm né fyrir jarðveg eins og mold, sand eða grjót né má setja greinar í pokum í gámana. Allan slíkan úrgang þarf að fara með í SORPU.
Staðsetning gámanna:
- Bílastæði við Eiðistorg
- Smábátahöfnin við Suðurströnd
- Norðurströnd til móts við Lindarbraut