Tilgangurinn er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu, stuðning og aukin félagsleg tengsl. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði.
Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu
Tilgangur stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum.
Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börn dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar.
Gerð er krafa um hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleika, góðar heimilisaðstæður og hreint sakavottorð.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband en nánari upplýsingar veita:
- Hanna Kristín Hannesdóttir félagsráðgjafi, netfang: hanna.k.hannesdottir@seltjarnarnes.is
- Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri, netfang: ragna.s.reynisdottir@seltjarnarnes.is
- Soffía Á. Óskarsdóttir uppeldisfræðingur, netfang: soffia.a.oskarsdottir@seltjarnarnes.is